
Kynning
Með Nokia Myndsímtalsstandi PT-8 geturðu notað Nokia 6630 símann við
handfrjáls myndsímtöl. Þar sem hann er smár og léttur og hægt er að brjóta hann
saman er auðvelt að ferðast með standinn.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en þú notar standinn. Nákvæmari
upplýsingar eru í notandahandbókinni með Nokia 6630 símanum þínum. Ekki skal
nota þennan leiðarvísi í stað notendahandbókarinnar með símanum sem
inniheldur mikilvægar upplýsingar um öryggi og viðhald. Athugaðu að standurinn
er aðeins ætlaður til notkunar innanhúss.
Þú getur notað standinn á eftirfarandi hátt:
• Skoðaðu myndina af þér og viðmælandanum þínum á skjá símans meðan á
myndsímtali stendur.
• Stilltu myndavélina og sjónarhornið með því að halla standinum í æskilega
stöðu.
• Notaðu Bluetooth höfuðtól, eins og Nokia Þráðlaust heyrnartól HDW-3, með
símanum þegar þú vilt hringja í næði.
• Notaðu aðgerðir símans með venjulegum hætti þegar hann er tengdur við
standinn. Standurinn notar hátalara og hljóðnema símans.
• Hladdu símann á meðan hann er tengdur við standinn.

6
Copyright
© 2004 Nokia. All rights reserved.